<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Thursday, November 03, 2005

Ég ætla að henda fram magnaðri kenningu. Svo kemur bara í ljós hvort hún reynist rétt eða ekki.

Reykjavíkurborg hefur krafist skaðabóta frá olíufélögunum vegna verðsamráðsins fræga.
Ég tel að olíufélögin muni gera allt sem þau geta til að koma R-listaflokkunum frá stjórn borgarinnar. Þau munu leggja miklar fjárhæðir í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins til að koma sínum mönnum að í borginni. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda í Reykjavík eftir næstu kosningar tel ég að þeir muni draga skaðabótakröfuna til baka. Niðurstaðan væri að báðir aðilar græða á kostnað borgarinnar.

Ég hvet alla til að horfa á Kastljós á eftir þar sem hin magnaða hljómsveit STJÓRNIN mun spila í lok þáttar. STJÓRNIN ER SJÖ MANNA BAND eins og allir vita.

Ég bendi Tuma á að horfa á þáttinn á netinu.

Wednesday, October 26, 2005

Lífið mitt er alveg einstaklega óspennandi þessa dagana en í fréttum er þetta helst.

100% nám + 100% vinna = 200% eða svo segir JIM.
Eða eins og ÞÞ=Þ^2=Larfur Hattur segir svona sirka 300.

Getur einhver lánað mér nokkra klukkutíma í sólarhringinn?

Ég fékk tölvupóst frá HR í dag þar sem mér var boðið á kynningu á meistaranámi í byggingarverkfræði í HR. Ég sem áhugamaður um verkfræði ætla að sjálfsögðu að mæta og kanna hvað HR hefur uppá að bjóða. Einnig hef ég hug á að spyrja fullt af leiðinlegum spurningum.

Ég heyrði góða sögu í dag um strák sem er í verkfræði í HR. Aðsóknin í eina af brautunum var svo lítil að það var ákveðið að taka inn fólk sem ekki var talið vera með nægilegan undirbúning í stærðfræði. Afleiðingin er sú, samkvæmt þessum strák, að námið var gert léttara til að koma þeim í gegn sem höfðu verið teknir inn í námið.

TIL UMHUGSUNAR:
ÆTLAR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK AÐ GJALDFELLA GÆÐI VERKFRÆÐINÁMS?
ÞARF MAÐUR BARA AÐ BORGA SKÓLAGJÖLDIN TIL AÐ TRYGGJA ÚTSKRIFT?
HEFUR VERKFRÆÐINGAFÉLAGIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?
HEFUR IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?

Tuesday, October 11, 2005

Jæja þá er próftaflan mín komin í hús. Hún er svona líka alveg magnað skelfileg. Ég greyið þarf að taka tvö próf á einum degi þ.e. þeim 10 desember. Það er gott til þess að vita að Hreinn Pálsson prófstjóri hafi svo mikla trú á mér að hann telji mig geta klárað þetta. Sjálfur hef ég alltaf haft svona tiltölulega mikla trú á sjálfum mér í gegnum tíðina. Það verður ekkert mál að klára þessi próf. Maður er nú ekki nema í fimm kúrsum og vinna svona sirka 100 prósent með. Maður spyr sig hvar próflausu kúrsarnir séu? Já auðvitað, hinum megin við Suðurgötuna. Eða eins og ég hef oft sagt S.F.H.M.V.S.

Ég fór í haustferð síðastliðin föstudag með fallega fólkinu í umhverfis og byggingarverkfræði. Við lögðum af stað um kl 08:30 eða svona sléttum nokkrum klukkutímum eftir öldrykkju á Októberfest. Við heimsóttum Vegagerðina í Borgarnesi, svo fórum við í Deildartunguhver, þó ekki ofaní því hann er í heitari kantinum. Svo fórum við í Andakílsárvirkjun og enduðum hjá Loftorku í Borgarnesi. Ekki má gleyma því sem öllum þótti mest áhugavert í ferðinni en það var heimsóknin í Búvélasafnið. Það var sennilega eitt það leiðinlegasta og óáhugaverðasta sem ég hef séð lengi eða frá því að ég sá greiningu IIIB bókina síðast.

Svo er náttúrulega gaman að segja frá því að Ævar Örn bróðir og félagar hans ætla að flytja inn rappara frá NY til að skemmta landanum. Maður á sjálfsagt eftir að skipta sér eitthvað af því. Maður er svo sjúklega mikið inní þessum rappara heimi. Nú er bara að taka fram bling bling dótið sem maður á og hengja það framanásig og henda upp derhúfunni.

Jæja þá er best að kíkja á skýrslu í Jarðtækni og grundun.

Monday, October 03, 2005

Kannski soldið mikið bil á milli. Einhver hundur í þessu.
Ég er búinn að bæta inn linkum og allskonar dóti á síðuna. Ég held að ég sé búinn að koma inn svona kommenta kerfi. Spurning hvort það virki. Ohh ég er svo mikill tæknigúrú.
Jæja þá er komið að því að endurvekja bloggið mitt. Tumi benti mér á að það væri dautt, sem ég vil náttúrulega ekkert kannast við. Það má kannski segja að maður hafi gleymt að blogga síðustu mánuði.

Ég fór með bílinn minn í smá lagfæringar á miðvikudaginn. Það var nú allt gott og blessað en afleiðingar þess voru að ég var bíllaus á fimmtudaginn. Ég ákvað að taka strætó í skólann á fimmtudagsmorguninn. Ég skoðaði nýja leiðakerfi Strætó á netinu og sá að leið 12 liggur frá Borgartúni og út í HÍ. Þetta nýja kerfi er bara helvíti heppilegt fyrir mig. Á síðustu dögum hafa komið upp hugmyndir um gjaldfrjálsan Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði pistil á heimasíðuna sína um að nemar og aldraðir fái frítt í Strætó. Þar sem margir vilja meina að ég tilheyri báðum hópum þ.e. nemum og öldruðum ætti ég kannski að fá borgað fyrir að taka Strætó? Pæling.

Ævar Örn bróðir kom heim á laugardaginn frá USA þar sem hann var búinn að vera á flakki í mánuð. Hann fékk sér geðveikt kúl tattú á báðar hendur. Mér finnst reyndar skrítið að hann hafi ekki fengið sér t.d. skjaldamerki Vestmannaeyjabæjar á bakið. Það er örugglega bara svo hressandi að vera með gott skjaldamerki á bakinu og burðast með það um borgina.

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni, veriði sæl.

Monday, January 24, 2005

"Þá er ekki eftir neinu að bíða, bíðum samt aðeins"
Hvar voru þessi orð látin falla?

Nú er ykkar að giska á rétt svar, ég er ekki með svona kommenta kerfi þannig að þið verðið að senda mér póst á kenneth@hi.is með ykkar svörum. Dregið verður úr réttum svörum við hátíðlega athöfn við sundlaugina í Hveragerði aðfaranótt 5. mars. Ansi vegleg verðlaun verða í boði m.a. fullt af ansi veglegum verðlaunum.

Ég hef verið að velta fyrir mér hinum sjö undrum veraldar og ég hef komist að niðurstöðu

1. Hve oft Tumi sofnar í tímum
2. Hve oft Tumi vaknar í tímum
3. Hvernig Birgir Jónsson finnur eitthvað á skrifborðinu sínu.
4. Hvernig Trausti Valsson komst í sjálfstætt fólk með Jóni Ársæli
5. Árshátíðaratriði hjá okkur strákunum í byggingunni árið 2004
6. Hvernig Ísland náði að jafna leikinn á móti Tékkum
7. Af hverju Gunni hefur ekki nýtt sér forkaupsrétt á öllum hlutabréfum í American Style


Sorrý þetta bloggleysi en ég hef bara ekkert komist í tölvu í soldinn tíma

Friday, July 23, 2004

Ég sá þessa frétt á mbl.is

Tún á stöku stað tekin að brenna

Lítil úrkoma á Vesturlandi að undanförnu hefur valdið því að ár eru víða vatnslitlar og spretta í túnum er minni fyrir vikið og þau tekin að fölna á stöku stað og brenna.
Að sögn Eiríks Blöndals, framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands, er sumarið engu að síður gott með tilliti til búskapar og bændur víða búnir að heyja og eru áhrif lítillar úrkomu á tún bundin við afmörkuð svæði.

Ég sem hélt að það væri alltaf rigning á stöku stað.  Nú er ég alveg hættur að skilja þetta veður

Saturday, July 10, 2004

Jæja þá eru Skógahátiðin mikla búinn og ég rétt búinn að jafna mig eftir þessa frábæru hátíð. Óvænta uppákoman kom skemmtilega á óvart þar sem boðið var uppá karókí að hætti húsins. Ekki kannast ég við að Kolbeinn Tumi Daðason hafi tekið þátt í karókíinu en það er náttúrulega ekkert nýtt að ég taki ekki eftir svona hlutum.

Óhætt er að segja að gríðarleg stemmning hafi myndast þegar Hemmi eins frískur og fjörugur og hann er var settur undir geislan góða. Byggingin stóð fyrir hinni myndarlegustu "allir dansa kónga" röð og fór það vel í mannskapinn. Laugardagurinn byrjaði heldur betur vel með ratleik að hætti Huldu og svo voru Skógarleikarnir haldnir þar sem keppt var í hinum ýmsu greinum. Meðal annars var keppt í tátappakasti, ölympískuleikunum og fleiri frábærum greinum.

Stjórn F.V. þ.e. félag verkfræðinema er gríðarlega sátt við hvernig til tókst og fólkið sem mætti var snilld. Segja má að Hjálparsveit Skáta Hveragerði hafði í raun ekkert að gera nema að týna dósir og veita okkur andlegan stuðning. Þess ber þó að geta að nauðsynlegt er að hafa hjálparsveit á svæðinu ef eitthvað kemur uppá.

Og svona í lokin þá voru hnefahöggin á hátíðinni í rauninni jafnmörg og vísindaferðirnar og samkvæmin sem Dolli hefur mætt í síðustu árin. Samtals 0

Takk fyrri túkall

This page is powered by Blogger. Isn't yours?