<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Thursday, April 29, 2004

Jæja þá er fyrsta prófið búið. Fengum 3 tíma til að leysa það en ég hefði viljað 3 daga. Það var helvíti langt verð ég að segja. Það verður helvíti tæpt en nóg um það helv. Hvað haldiði eða heldurðu (örugglega ekki nema einn sem les þetta blogg hjá mér) ég hitti Dolla a.k.a Celebið á hlöðunni í dag. Hann ákvað að kasta á mig kveðju a leiðinni út og fær hann a.m.k einn hund fyrir það.

Skilyrði fyrir því að fá vinnu á bókhlöðunni:
1. Að tala alltaf ógeðslega hátt
2. Vera góður spretthlaupari. (Til að geta hlaupið uppi fólk sem sýnir ekki skirteini til að fá miða)
3. Vera með ofnæmi fyrir vatni í flöskum.
4. Vera ekki með ofnæmi fyrir köttum.

Fólk með ofnæmi fyrir köttum getur fengið vinnu með því skilyrði að nota bakinngangana.

Snilld dagsins:
Ég var inní ljósritunarherberginu á hlöðunni í dag og þá kom að mér ljóshærð myndarleg stelpa. Hún átti í einhverjum erfiðleikum með gatarann. Ég leit á hana spurningaraugum og þá sagði hún. Hvort á að gata hægra eða vinsta megin á blaðið. Ég hallast að því að 8 klst í greiningu IV hafi orðið til að rugla viðkomandi frekar en hárliturinn.

Þangað til næst.

Sunday, April 25, 2004

Þetta er alveg ótrúlegt, ég er mættur á bókasafnið í VR2 á sunnudagskvöldi. Ég vildi bara óska mér sjálfum til hamingju með árangurinn. Best að skrifa ekki mjög mikið af því að þá geri ég ekkert annað en það.

Já alveg rétt. Ég hef ekkert séð eða heyrt í Dolla þannig að maður hefur svosem ekki mikið að segja frá eða drulla yfir.

þangað til næst ble

Friday, April 23, 2004

Borgarstjórinn er byrjaður að blogga. Það er alveg ljóst að ef menn ætla að taka celebið á þetta þá verður bara drullað yfir þá á þessari síðu. Ég veit ekki af hverju en mér finnst eins og Nielsen verði einn af þeim fyrstu til að troða sér í þann hóp. Það er nú lítil hætta á að menn troðist undir í þeim hóp. Það þarf örugglega fleiri en einn til að vera í röð eða hóp. Þetta er náttúrulega allt spurning um hvort maður ætli að vera í röð eða mynda röð.

Þangað til næst, lifðu í lukku en ekki í krukku

This page is powered by Blogger. Isn't yours?