<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Tuesday, May 04, 2004

Jæja, þá er próf númer tvö búið. Ég hef ákveðið að óska eftir að kenna kúrsinn "Hver er hæfileg lengd á prófi til að geta leyst það á 3 tímum." Allir kennarar við Háskólann eru velkomnir í þennan kúrs. Prófið í kúrsinum verða 3 klst en best er að nefna það strax að ómögulegt er að leysa prófið á 3 tímum. Hvað er málið með þetta helv... kennara lið, eru þeir ekki með klukku. Vita þeir ekki hvað tímanum líður. Ég er þokkalega brjálaður. Góður mælikvarði á of langt próf er að ef kennarinn nær ekki að skrifa lausnina hugsunarlaust á töflu á 2 tímum þá er það í lengri kantinum ef svo má segja.

Þess má geta að kötturinn á bókhlöðunni hefði ekki einusinni geta leyst Vatnafræðiprófið á 3 tímum þó svo að hann sé búinn að liggja yfir þessu frá því í febrúar. Reyndar hefur hann legið mest á mottunni í gangi hlöðunnar en það er annað mál. Kennararnir mættu allavegana taka köttinn til fyrirmyndar og halda sig á helvítis mottunni.

Nóg um það nú tekur Greitt B við og það verður ekkert gefið eftir í greiningunni skal ég segja ykkur.

Gangi öllum vel í prófunum og munið að prófin eru stutt og laggóð
Comments: Post a Comment

This page is powered by Blogger. Isn't yours?