<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Wednesday, October 26, 2005

Lífið mitt er alveg einstaklega óspennandi þessa dagana en í fréttum er þetta helst.

100% nám + 100% vinna = 200% eða svo segir JIM.
Eða eins og ÞÞ=Þ^2=Larfur Hattur segir svona sirka 300.

Getur einhver lánað mér nokkra klukkutíma í sólarhringinn?

Ég fékk tölvupóst frá HR í dag þar sem mér var boðið á kynningu á meistaranámi í byggingarverkfræði í HR. Ég sem áhugamaður um verkfræði ætla að sjálfsögðu að mæta og kanna hvað HR hefur uppá að bjóða. Einnig hef ég hug á að spyrja fullt af leiðinlegum spurningum.

Ég heyrði góða sögu í dag um strák sem er í verkfræði í HR. Aðsóknin í eina af brautunum var svo lítil að það var ákveðið að taka inn fólk sem ekki var talið vera með nægilegan undirbúning í stærðfræði. Afleiðingin er sú, samkvæmt þessum strák, að námið var gert léttara til að koma þeim í gegn sem höfðu verið teknir inn í námið.

TIL UMHUGSUNAR:
ÆTLAR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK AÐ GJALDFELLA GÆÐI VERKFRÆÐINÁMS?
ÞARF MAÐUR BARA AÐ BORGA SKÓLAGJÖLDIN TIL AÐ TRYGGJA ÚTSKRIFT?
HEFUR VERKFRÆÐINGAFÉLAGIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?
HEFUR IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?

Tuesday, October 11, 2005

Jæja þá er próftaflan mín komin í hús. Hún er svona líka alveg magnað skelfileg. Ég greyið þarf að taka tvö próf á einum degi þ.e. þeim 10 desember. Það er gott til þess að vita að Hreinn Pálsson prófstjóri hafi svo mikla trú á mér að hann telji mig geta klárað þetta. Sjálfur hef ég alltaf haft svona tiltölulega mikla trú á sjálfum mér í gegnum tíðina. Það verður ekkert mál að klára þessi próf. Maður er nú ekki nema í fimm kúrsum og vinna svona sirka 100 prósent með. Maður spyr sig hvar próflausu kúrsarnir séu? Já auðvitað, hinum megin við Suðurgötuna. Eða eins og ég hef oft sagt S.F.H.M.V.S.

Ég fór í haustferð síðastliðin föstudag með fallega fólkinu í umhverfis og byggingarverkfræði. Við lögðum af stað um kl 08:30 eða svona sléttum nokkrum klukkutímum eftir öldrykkju á Októberfest. Við heimsóttum Vegagerðina í Borgarnesi, svo fórum við í Deildartunguhver, þó ekki ofaní því hann er í heitari kantinum. Svo fórum við í Andakílsárvirkjun og enduðum hjá Loftorku í Borgarnesi. Ekki má gleyma því sem öllum þótti mest áhugavert í ferðinni en það var heimsóknin í Búvélasafnið. Það var sennilega eitt það leiðinlegasta og óáhugaverðasta sem ég hef séð lengi eða frá því að ég sá greiningu IIIB bókina síðast.

Svo er náttúrulega gaman að segja frá því að Ævar Örn bróðir og félagar hans ætla að flytja inn rappara frá NY til að skemmta landanum. Maður á sjálfsagt eftir að skipta sér eitthvað af því. Maður er svo sjúklega mikið inní þessum rappara heimi. Nú er bara að taka fram bling bling dótið sem maður á og hengja það framanásig og henda upp derhúfunni.

Jæja þá er best að kíkja á skýrslu í Jarðtækni og grundun.

Monday, October 03, 2005

Kannski soldið mikið bil á milli. Einhver hundur í þessu.
Ég er búinn að bæta inn linkum og allskonar dóti á síðuna. Ég held að ég sé búinn að koma inn svona kommenta kerfi. Spurning hvort það virki. Ohh ég er svo mikill tæknigúrú.
Jæja þá er komið að því að endurvekja bloggið mitt. Tumi benti mér á að það væri dautt, sem ég vil náttúrulega ekkert kannast við. Það má kannski segja að maður hafi gleymt að blogga síðustu mánuði.

Ég fór með bílinn minn í smá lagfæringar á miðvikudaginn. Það var nú allt gott og blessað en afleiðingar þess voru að ég var bíllaus á fimmtudaginn. Ég ákvað að taka strætó í skólann á fimmtudagsmorguninn. Ég skoðaði nýja leiðakerfi Strætó á netinu og sá að leið 12 liggur frá Borgartúni og út í HÍ. Þetta nýja kerfi er bara helvíti heppilegt fyrir mig. Á síðustu dögum hafa komið upp hugmyndir um gjaldfrjálsan Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði pistil á heimasíðuna sína um að nemar og aldraðir fái frítt í Strætó. Þar sem margir vilja meina að ég tilheyri báðum hópum þ.e. nemum og öldruðum ætti ég kannski að fá borgað fyrir að taka Strætó? Pæling.

Ævar Örn bróðir kom heim á laugardaginn frá USA þar sem hann var búinn að vera á flakki í mánuð. Hann fékk sér geðveikt kúl tattú á báðar hendur. Mér finnst reyndar skrítið að hann hafi ekki fengið sér t.d. skjaldamerki Vestmannaeyjabæjar á bakið. Það er örugglega bara svo hressandi að vera með gott skjaldamerki á bakinu og burðast með það um borgina.

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni, veriði sæl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?