<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Monday, October 03, 2005

Jæja þá er komið að því að endurvekja bloggið mitt. Tumi benti mér á að það væri dautt, sem ég vil náttúrulega ekkert kannast við. Það má kannski segja að maður hafi gleymt að blogga síðustu mánuði.

Ég fór með bílinn minn í smá lagfæringar á miðvikudaginn. Það var nú allt gott og blessað en afleiðingar þess voru að ég var bíllaus á fimmtudaginn. Ég ákvað að taka strætó í skólann á fimmtudagsmorguninn. Ég skoðaði nýja leiðakerfi Strætó á netinu og sá að leið 12 liggur frá Borgartúni og út í HÍ. Þetta nýja kerfi er bara helvíti heppilegt fyrir mig. Á síðustu dögum hafa komið upp hugmyndir um gjaldfrjálsan Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Björn Ingi Hrafnsson skrifaði pistil á heimasíðuna sína um að nemar og aldraðir fái frítt í Strætó. Þar sem margir vilja meina að ég tilheyri báðum hópum þ.e. nemum og öldruðum ætti ég kannski að fá borgað fyrir að taka Strætó? Pæling.

Ævar Örn bróðir kom heim á laugardaginn frá USA þar sem hann var búinn að vera á flakki í mánuð. Hann fékk sér geðveikt kúl tattú á báðar hendur. Mér finnst reyndar skrítið að hann hafi ekki fengið sér t.d. skjaldamerki Vestmannaeyjabæjar á bakið. Það er örugglega bara svo hressandi að vera með gott skjaldamerki á bakinu og burðast með það um borgina.

Þá er ekki fleira í þættinum að sinni, veriði sæl.
Comments:
Bwahaha, já, Kenni þú ættir í rauninni að fá borgað fyrir að taka strætó... híhí :)
 
Post a Comment

This page is powered by Blogger. Isn't yours?