<$BlogRSDURL$>

Breiðfjörðinn ræður ríkjum

Wednesday, October 26, 2005

Lífið mitt er alveg einstaklega óspennandi þessa dagana en í fréttum er þetta helst.

100% nám + 100% vinna = 200% eða svo segir JIM.
Eða eins og ÞÞ=Þ^2=Larfur Hattur segir svona sirka 300.

Getur einhver lánað mér nokkra klukkutíma í sólarhringinn?

Ég fékk tölvupóst frá HR í dag þar sem mér var boðið á kynningu á meistaranámi í byggingarverkfræði í HR. Ég sem áhugamaður um verkfræði ætla að sjálfsögðu að mæta og kanna hvað HR hefur uppá að bjóða. Einnig hef ég hug á að spyrja fullt af leiðinlegum spurningum.

Ég heyrði góða sögu í dag um strák sem er í verkfræði í HR. Aðsóknin í eina af brautunum var svo lítil að það var ákveðið að taka inn fólk sem ekki var talið vera með nægilegan undirbúning í stærðfræði. Afleiðingin er sú, samkvæmt þessum strák, að námið var gert léttara til að koma þeim í gegn sem höfðu verið teknir inn í námið.

TIL UMHUGSUNAR:
ÆTLAR HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK AÐ GJALDFELLA GÆÐI VERKFRÆÐINÁMS?
ÞARF MAÐUR BARA AÐ BORGA SKÓLAGJÖLDIN TIL AÐ TRYGGJA ÚTSKRIFT?
HEFUR VERKFRÆÐINGAFÉLAGIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?
HEFUR IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ LAGT BLESSUN SÍNA YFIR NÁMIÐ Í HR?
Comments: Post a Comment

This page is powered by Blogger. Isn't yours?